Færslur: 2009 Nóvember

30.11.2009 15:24

Dubai 1990 til 2009 /Good bye.

Dubai 1990 þegar lúxusinnvar að byrja.
Og svo núna 2009. Má sjá hvað lúxusinn er mikill. það má geta meðal annars hæsta bygging í Heimi 800 metrar að hæð þegar hún er tilbúinn, eyjar sem eru búnar til og eiga að fyrirstilla pálmatré og önnur sem á að fyrirstilla hnöttinn. Hótel sem er byggt úti í sjó og aðeins mótakan stendur uppúr og margt fleira. Enn núna lítur það ekki vel út hjá Dubaifustonum því að búið er að fjárfesta svo mikið umfram alt er að keyra í strand olían að verða búinn og þeir eru hreinlega að verða blankir.

27.11.2009 08:26

Danska fraktskipið Pasha Bulker. Á strandstað.


Hér má sjá myndir af Pasha Bulker,200.000 tonna og 250 metra langa, danska fraktskipnu sem strandaði við strönd Astralíu 2 juli 2007. Eftir ca 3 vikur á strandstað tókst að ná því á flot og er skipið nú komið í umferð aftur.

25.11.2009 16:52

Jewel of the seas.Sjá viðlagt myndband


Jewel of the seas, er eitt af þessum stóru flottu skipum sem maður getur endalaust dáðst að. Það var statt hér í sumar ásamt fleiri skipum. Altaf gaman að kíkja við á Löngulínu.

22.11.2009 08:21

Bornholmstrafikken.


Ferjan sem fer milli Ystad í Svíþjóð og Rönne á Bornholm er eingin smá smíði.Hún er 1 tima og 15 min að fara á milli sem eru 86 kilómetrar ,tekur 1000 farþega og 165 bíla.

20.11.2009 17:54

Krónprins Frederik var ekki velupplagður, þegar hann var við veiði við Helsinge í morgun .


Eftir klukkutíma í skóginum, kom krónprinsinn sem yfirleitt er frískur og glaður út á veginn, þar sem kónga blá 12 manna rúta beið tilbúin til að aka honum burt. Þegar hann kom auga á ljósmyndarana sem höfðu þefað upp hvar hann var gekk hann beint til þeirra og húðskammaði þá Hvað eruð þið að gera hér, getið þið ekki gefið mér frið einn dag. Krónprinsinn snéri héreftir baki í ljósmyndarana og gekk sína leið.

19.11.2009 13:18

Stormur í Danmörku


Mjög hvasst var í gær og frameftir nóttu á vesturströnd Jótlans þannig að ymislegt fór af stað

18.11.2009 09:54

Rostock ex austur Þyskaland


Myndir sem eru teknar á leiðinni in til Rostock sumarið sem leið mjög skemtileg inn siglíng.

17.11.2009 14:56

Amalienborg Slotsplads / Amalienborg Castle-square


Hér er mynd af Amalíuborgarhöll & yfirlitsmynd af Köben.

10.11.2009 17:59

Brandenburg Berlin, Sjá viðlagt myndband


Heimsóttum Berlín í sumar sem leið og féngum okkur labbitúr frá vestur Berlín til austur Berlín. Mjög fróðlegt og mikið að sjá.

08.11.2009 06:04

Turning Torso


The Tower hæð 190 metra með 54 hæðir. Hönnunin er byggð á skúlptúr og er kölluð snúningur. Mjög flott að sjá þegar komið er til Malmö i Svíþjóð.

06.11.2009 10:20

London Eye ( Fleiri myndir í myndaalbúmi.


The British Airways London Eye er hæsta útsynishjól í heimi hjólið er 135m hátt. Það er staðsett á bökkum árinnar Thames það býður upp á óviðjafnmannalegt útsýni yfir London.

01.11.2009 06:22

Oasis of the Seas


Stænsta farþegaskip í heimi Oasis of the Seas fór undir Stórabeltisbrúna í gærkvöldi og það mátti ekki muna miklu þar sem það er 360 metra á lengd og 72 á hæð og gegnumsnittið á brúnni er 65 metrar búð var að sérsmíða skorstein sem er hægt að lækka og svo var keyrð full ferð svo skipið risti dypra og þá rétt slapp það undir, það munaði víst aðeins 1,10 metrum.
  • 1
Flettingar í dag: 2164
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 98
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 145009
Samtals gestir: 14521
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 10:40:05