15.02.2010 12:29

Óperan á Hólmanum í Kaupmannahöfn .


                              
                                 Mynd af Óperunni  sem tekin er að sumri til .



                                        Þessi er svo tekin í morgun svolítið kuldalegri .

12.02.2010 17:18

Myndir frá dönskum frostvetrum .











                            Myndir sem eru teknar fyrir miðja síðustu öld .

09.02.2010 16:41

Rúta eða ferja ,





   Verið var að prufa á fljótinu Clyde við Glasgow rútu sem bæði getur
    keyrt á landi og í sjó. Stendur til að hún komi til með að leysa ferjurnar
      af á fljótinu Clyde .




     Hægt er að skoða video undir myndbönd .
 

08.02.2010 13:59

Spáin, snjór snjór og meiri snjór .





    Vonandi snjóar ekki alveg eins mikið og er á þessari mynd .Því að það er alveg
                               komið nóg .

06.02.2010 15:50

Vetur í danmörku .









                                           Nokkrar vetra myndir frá Danmörku .

04.02.2010 20:09

Sökk í Nyhöfn


                 Þessi sökk í Nyhöfn Mánudagskvöld út af ís og snjóþunga .

                 Þeir eru margir orðnir ansi þreyttir sem liggja í Nýhöfninni  .

                                  Hér er búið að koma honum svo á flot aftur .

02.02.2010 06:10

Safna fyrir leit að Hans Hedtoft


 
Hópur kafara ætlar að standa fyrir landssöfnun í Grænlandi til að kosta leit að flaki Grænlandsfarsins Hans Hedtoft. Skipið, sem átti að vera ósökkvandi, rakst á ísjaka í jómfrúrferð sinni og fórst 31. janúar 1959. Allir sem voru um borð, 40 manna áhöfn og 55 farþegar eða alls 95 manns, fórust.

Það eina sem fannst úr Hans Hedtoft var björgunarhringur sem rak hjá Magnúsi Hafliðasyni á hrauni og fannst 7. október 1959. Sjóslysið vakti gríðarmikla sorg og athygli og eitt hið umdeildasta í sjóslysasögu Dana á síðustu áratugum, að sögn grænlenska vefmiðilsins Sermitsiaq.gl.

Slysið sjálft er sveipað hulu. Menn hafa velt því fyrir sér hvort raunveruleg ástæða þess sé sú að skipið hafi siglt á ísjaka, eins og loftskeytamaður skipsins tilkynnti. Einnig hafa menn velt því fyrir sér hvort galli hafi verið á smíðinni og sprunga opnast þannig að sjórinn flæddi inn. Ekki er heldur ljóst hvar Hans Hedtoft sökk.

Thomas de Richelieu kafari, sem hefur sérhæft sig í að kafa í skipsflök, og Claude Enoch, skipstjórnarmaður á eftirlaunum,  vilja leita svara við einhverjum af öllum þeim spurningum sem enn er ósvarað varðandi það þegar Hans Hedtoft fórst.

Richelieu er þeirra skoðunar að smíðagalli hafi valdið því að skipið fórst. Hann heldur því fram að við vélarrúmið hafi verið veikur punktur og að þar hafi rafsuða í byrðingi skipsins gefið sig. Þeir Richelieu og Enoch telja einnig að skipið hafi ekki verið nógu sterkbyggt til siglinga í Norður-Atlantshafi að vetri.



Þetta er ekki fyrsta tilraunin til að finna flakið af Hans Hedtoft. Þeir Richelieu og Enoch hófu markvissar tilraunir til þess árið 2003. Nú vilja þeir safna sjö milljónum danskra króna til leitarinnar. Það á að nægja til að finna og taka kvikmynd af flakinu.

Ein slík tilraun var t.d. gerð árið 2006 þegar Richelieu og kafarar um borð í varðskipinu Vædderen reyndu að staðsetja flak Hans Hedtoft.


 
Bjarghringurinn af Hans Hedtoft, sem rak hjá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni 7. október 1959. Níu mánuðum áður sigldi skipið á ísjaka og sökk suður af Hvarfi í jómfrúarferðinni 31. janúar 1959. 95 fórust. Mynd Ólafs af Magnúsi bónda vakti gífurlega athygli í Danmörku, birtist yfir þvera forsíðu Berlingske Tidende og í öllum öðrum dönskum blöðum.




01.02.2010 13:57

Íslenska landsliðið fagnar bronsverðlaunum í Vín í gærkvöldi .Glæsilegt .


 
Von er á íslenska landsliðinu í handknattleik með flugvél Icelandair, sem kemur frá Kaupmannahöfn til Keflavíkurflugvallar klukkan 16 í dag. Áformað er, að vélinni verði síðan flogið til Reykjavíkurflugvallar með landsliðið innanborðs og lendi þar um klukkan 17.                        Frétt úr Mbl.

31.01.2010 13:18

Vetrardagur 31 Janúar í Kaupmannahöfn .


                                                    Ráðhústorgið í Kaupen

                                          H. C. Andersen

                     
                                                       Kristjánshöfn ísilögð.



                                  Smá djók í garðinum hjá Kristni mági mínum .
 



29.01.2010 13:55

Vor veður á Íslandi, Snjór & frost hér í Danmörku .




                                 Ég ætla að vona það verði ekki alveg svona slæmt .

                                                Eða hvað þá svona .


28.01.2010 07:58

Partí hjá Margréti drottniningu dana.


                            Margrét drottning og Prins Henrik.

                                      Krónprinsparið Frederik og Mary .


  Það var heitt í salnum þar sem konungshjónin höfðu boðið alþíngismönnum  ,Evrópuráðsmeðlimum og þeirra mökum til kvöldverðar og ball á eftir sem haldið var í Christiansborgarhöll.


  Það var svo heitt, að það leið yfir einn af vörðum drottningarinnar og þurtu nokkrir gestanna að fara út til að fá sér ferskt loft og kæla sig niður .
                            Grein fengin  úr Fyens Stiftstidende

27.01.2010 16:15

Kaupmannahöfn , snjór & frost .


                             Hiti á Íslandi snjór og frost í Danmörku


 
 
  Spáin er snjórkoma næsta sólahringinn og svo frost alt niður í - 20 stig .

27.01.2010 08:35

Á svaka lensi .



 

                                   Myndir fengnar á Google .


                                                    Það er svolítið hvasst .


26.01.2010 05:08

Árekstur tankskips lokar fjórum höfnum .



 Snemma Laugarsdag morgun varð árekstur milli 95.700 tonna oliu skipsin Eagle Otome og fljóta pramma í  Sabine fljótinu við Port Arthur, Texas loka þurfti fjórum höfnum í Texas .  Port Arthur, Port Neches, Beaumont, og Orange.


                                            Myndir,, Martin Uhlenfeldt.




  Áreksturinn skeði snemma laugadags morgun þegar  246 metra langt tankskip  Eagle Otome  af ókunnum ástæðum keyrði inn í síðuna á fljóta pramma sem verið var að frakta á þessu mjóa fljóti .Við áreksturinn kom gat á einn tank skipsins og rann öll olían út sem í honum var als 1.500
  tonn af hráolíu .


25.01.2010 21:10

Skip í Köge höfn .





     Þetta skip var að fara frá í höfninni í Köge þegar ég var þar í gær og
           var í hálfgerðum vandræðum með það út að ísnum í höfninni .

Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 139
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 135068
Samtals gestir: 14180
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 13:45:11